Um okkur

Sillukot ehf. - handunnar íslenskar heimilisvörur

Fyrirtækið var stofnað árið 2019 af Sigríði Jóhannesdóttur og Júlíusi Sigurbjartssyni. Þá festu þau kaup á fyritækinu Sælusápum sem áður var staðsett á Lóni 2 í Kelduhverfi. 

Sigríður og Júlíus eru auk þess að reka sápu- og kertagerð, sauðfjárbændur á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Þau eiga 3 börn, Berghildi Ösp (2004), Ásgerði Ólöfu (2007) og Dagbjörtu Laufeyju (2012). 

Sælusápur var orðið rótgróið fyrirtæki sem hefur verið rekið síðan 2008 en þá stofnuðu  Guðríður Baldvinsdóttir og eiginmaður hennar Einar Ófeigur Björnsson það. Guðríður hafði stundað sápugerð til heimanota um nokkurra ára skeið og langaði að kynna handgerðar sápur fyrir fleiri en vinum og ættingjum. Hún tók því þátt í Vaxtarsprotum á vegum Impru-nýsköpunarmiðstöðvar og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og stofnaði Sælusápur- Lón 2 ehf í kjölfarið. 

Fjölskyldan Gunnarsstöðum 4
Fjölskyldan Gunnarsstöðum 4
5/5
Sælusápurnar eru bestu sápurnar sem ég hef keypt! Þær eru góðar fyrir allan líkamann þar sem þær gefa mýkt en þurrka ekki, og ekki skemmir fyrir að þær eru líka umhverfisvænar (ekkert plast). Dalasæla er í uppáhaldi hjá mér þar sem hún gefur auka mýkt og lyktar líka svo vel.
Þórey Bjarnadóttir
Þórey Bjarnadóttir

Íslenskt, já takk!

Handgerðar íslenskar heimilisvörur úr náttúrulegum hráefnum

Við notum einungis gæðahráefni