Þarftu að ná í okkur?
Fleiri leiðir til að hafa samband
+354 892 0515
saelusapur@saelusapur.is
Gunnarsstaðir 4,
681 Þórshöfn
Algengar spurningar!
Sælusápur eru mjög mildar sápur sem fara vel með húðina. Þær eru allar framleiddar úr sömu grunnefnunum og síðan er bætt mismunandi efnum hvort sem það er litur, ilmur eða jurtir. Dalasæla er með sauðamjólk í og gefur það sápunni aðeins meiri mýkt. Síðan eru 2 sápur sem eru hvorki með ilmefnum né litarefnum og eru það Jurtasæla sem er bara með handtíndum jurtum og engum ilmefnum og Sveitasæla sem er með kúamjólk og hunangi og hismi af byggi. Þessar sápur eru því líklegri til að vera betri fyrir þá sem eru mjög viðkvæmir.
Það fer vissulega eftir notkun og hvort hún hangir inni í vatnsbunu eða hjá heitu röri/slöngu. Ef sápan hangir í lausu lofti og ekki í vatnsbununni er hægt að nota sápuna nánast upp áður en hún dettur úr spottanum.
Í öllum sælusápum er kindatólg og því eru sápurnar ekki vegan.
Ilmkertin endast vel og er brennslutími á 100 ml. kerti áætlaður um 8-10 klst. Stærri kertin eru með lengri brennslutíma. Í kertin er notuð blanda af sojavaxi og tólg sem eru náttúrleg hráefni sem auka ending kertanna